Fréttir af Andrés 20222

Skíðafélag Ólafsfjarðar átti 36 krakka skráða til leiks á Andrésar Andar leikunum sem fram fóru á Akureyri 20. til 23.apríl síðastliðinn. Krakkarnir kepptu bæði í alpagreinum og skíðagöngu. Óhætt er að segja að krakkarnir hafi staðið sig frábærlega. Fjölmargir krakkar á verðlaunapalli og margir að toppa sinn árangur í vetur. Alls fengu krakkarnir okkar 21 verðlaun á leikunum sem verður að teljast framúrskarandi.

Til hamingju öll!