Fyrsta bikarmót SKÍ í skíðagöngu

Fyrsta bikarmótið í skíðagöngu hjá 13 ára og eldri fer fram á Akureyri um helgina.

Rétt í þessu var að ljúka keppni í sprettgöngu með hefðbundinni aðferð.

Árni Helgason sigraði í flokki drengja 13-14 ára, Haukur Túnarsson varð 4. og Elís Beck Kristófersson 5. Silja Rún Þorvaldsdóttir varð 2. Í flokki stúlkna 13-14 ára, Ásdís Ýr Kristinsdóttir 5. og Sigurlaug Sturludóttir 7.

Svava Rós Kristófersdóttir varð 3. í flokki stúlkna 15-16 ára. Guðrún Ósk Auðunsdóttir 4. og Karen Helga Rúnarsdóttir 5.

Hægt er að fylgjast með mótinu hér...