Fyrsta Bikarmót vetrarins í skíðagöngu fór fram í Hlíðarfjalli 5.-7. desember síðastliðinn. Ótrúlega góðar aðstæður miðað við árstíma og SKA hélt flott mót fyrir keppendur.
Keppni hófst á föstudag með sprettgöngu með frjálsri aðferð. Laugardag var keppt með Hefðbundinni aðferð og einstaklings starti, keppni lauk svo á sunnudag með frjálsri aðferð með hópstarti.
Skíðafélag Ólafsfjarðar átti 7 keppendur á mótinu. Adríana Diljá Hólm Elísdóttir, Gréta Mjöll Magnúsdóttir, Kamilla Maddý Heimisdóttir, Óli Björn Þorvaldsson og Þórey Edda Rúnarsdóttir kepptu öll í flokkum 13-14 ára. Björg Glóa Heimisdóttir keppti í flokki 15-16 ára og Kristján Hauksson í karlaflokki.
Allir stóðu sig virkilega vel á mótinu, við lítið búin að skíða eins og flestir sem á mótinu voru, en flott helgi í Hlíðarfjalli.
Öll úrslit mótsins má sjá hér....