Fyrsta bikarmót vetrarins í skíðagöngu

Um helgina fer fram fyrsta bikarmót SKÍ á Akureyri og sendir SÓ 8 þátttakendur á mótið.

Mótið hefst í dag kl. 18:00 með sprettgöngu og á morgun og sunnudag er keppt í lengri vegalengdum í öllum flokkum 12 ára og eldri.

Áhorfendur eru ekki leifðir á mótinu en við munum segja frá gangi mála hér á síðunni auk þess sem hægt er að fylgjast með á heimasíðu mótsins hér.....