Fyrsta námskeiði vetrarins lokið

Í dag lauk þriggja daga námskeiði í skíðagöngu sem haldið var á knattspyrnuvellinum hér á Ólafsfirði.

Námskeiðið var samstarfsverkefni stýrihóps um heilsueflandi samfélag Fjallabyggðar og Skíðafélags Ólafsfjarðar. Íbúum Fjallabyggðar gafst kostur á að koma á námskeið án endurgjalds og er óhætt að segja að viðbrögðin hafi verið framan okkar björtustu vonum. Alls voru 42 skráðir á námskeiðið sem fram fór um helgina, aðeins færri mættu en þó mættu svo nokkrir sem ekki höfðu skráðs sig!

Bara gott og blessað og frábært að taka á móti öllu þessu skíðafólki. Við vonumst að sjálfsögðu til að fólk mæti áfram á skíði og bíðum við nú bara eftir snjó til að halda áfram að bjóða upp á námskeið og æfingar fyrir þennan hóp.

Fyrirhuguðu námskeiði stýrihópsins og Skíðafélags Siglufjarðar Sigurborg sem fram átti að fara nú í vikunni hefur því miður verið frestað vegna snjóleysis en þar höfðu skráð sig 41 þátttakandi. Hreint frábær viðbrögð að rúmlega 80 manns skrái sig á námskeiðin.