Fyrsta SÓ mót vetrarins

Fimmtudaginn 18.feb fór fram fyrsta SÓ mótið hjá okkur í skíðagöngu. Nágrannar okkar frá Akureyri mættu til okkar og úr varð skemmtileg keppni.

Veðrið lék við okkur og var skellt upp skemmtilegri umgjörð. Keppt var í skíðagöngu með hefðbundinni aðferð og voru alls 39 krakkar sem tóku þátt hjá 11 ára og yngri. Í eldri hópnum voru svo 20 þátttakendur sem spreittu sig í liða sprettgöngu. Gengnir voru 600m sprettir, dregið var í tveggja manna lið og gekk hver 3 spretti.

Mótið heppnaðist ljómandi vel og þökkum við vinum okkar frá SKA kærlega fyrir að mæta svona vel og gera mótið enn skemmtilegra.

Úrslit mótsins má sjá hér........ nú eða undir "Æfingar" og úrslit móta skíðag.....