Fyrsti snjórinn, fyrsta braut vetrarins!

Ca 300m hringur troðinn við íþróttahúsið
Ca 300m hringur troðinn við íþróttahúsið

Fyrsti snjór vetrarins lét sjá sig í gær, ekkert svakalega mikið en dálítið. Samt það að nú hafa þeir félagar Helgi Reynir og Gunnlaugur Ingi mokað í brautina við íþróttahúsið og búið að troða hana á troðara. 

Fyrir hugraða skíðamenn er því um að gera að skella sér á skíði, kannski ekki á spariskíðin samt.
Nú er bara að sjá hvað þetta endist hjá okkur, en það er einhver hita spá á morgun en svo á að kólna aftur og jafnvel snjóa með helginni, svo það er aldrei að vita nema við náum að halda þessu spori eitthvað.