Fyrsti vinnudagur haustsins

Mætingin í dag var flott hjá stjórn SÓ en því miður sáum við ekki mikið af fólki utan við hana. Engu að síður gekk vinnan vel og er nú búið að gera grunninn klárann fyrir nýjan lyftuskúr og stangaskúr. Einnig var farið í net í Bárubraut en þar er mikil vinna eftir við lagfæringar á snjónetum.
Unnið var frá 09 - 13.

Fleiri myndir má sjá í myndaalbúmi Haustvinna20