Hæfileikamótun SKÍ í æfingaferð til Noregs

Árni, Svava, Guðrún og Karen
Árni, Svava, Guðrún og Karen

Fjórir iðkendur frá SÓ eru nú við æfingar á vegum Skíðasambands Íslands í Noregi. 

Um er að ræða samæfingu í verkefninu hæfileikamótun SKÍ í skíðagöngu. Krakkar frá Ulli, SFÍ, SKA, SFS og SÓ eru við æfingar í Noregi þessa dagana við frábærar aðstæður. Frá SÓ eru það Árni Helgason, Svava Rós Kristófersdóttir, Karen Helga Rúnarsdóttir og Guðrún Ósk Auðunnsdóttir sem eru í ferðinni. 

Æft er í Sjusjöen við frábærar aðstæður og Þorsteinn Hymer er yfir verkefninu og honum til aðstoðar er Ólafur Th Árnason.