Hæfileikamótun SKÍ í alpagreinum

Um helgina stóð SKÍ fyrir samæfingu í alpagreinum sem fram fór í Oddskarði. Um er að ræða verkefnið Hæfileikamótun SKÍ sem er ætlað krökkum fæddum 2006 - 2009. SÓ átti þrjár stelpur á æfingunni en Hanna Valdís Hólmarsdóttir, Bríet Brá Gunnlaugsdóttir og Natalía Perla Kulesza tóku þátt í æfingunum. Alls tóku 18 krakkar víðsvegar af landinu þátt í æfingunni sem var stjórnað af Fjalari Úlfarssyni og Agli Inga Jónssyni. Flott helgi í Oddskarði.