Íþróttamaður Fjallabyggðar

Val á íþróttamanni ársins 2022 í Fjallabyggð fer fram miðvikudaginn 28. desember kl: 20:00 í Tjarnarborg.

Hátíðin er samstarfsverkefni UÍF og Kiwanisklúbbsins Skjaldar.

Á hátíðinni verður íþróttafólk verðlaunað fyrir árangur sinn á árinu 2022. Tilnefnt er í flokknum 19 ára og eldri, ungur og efnilegur 13-18 ára og ung og efnileg 13-18 ára. Íþróttamaður Fjallabyggðar verður svo valinn úr hópnum 19 ára og eldri.

Tilnefndir frá Skíðafélagi Ólafsfjarðar eru Matthías Kristinsson, Elsa Guðrún Jónsdóttir, Árni Helgason, Svava Rós Kristófersdóttir, Karen Helga Rúnarsdóttir og Natalia Perla Kulesza.

Hófið er opið öllum og veitingar í boði Fjallabyggðar.