Kakó og piparkökur

Haukur og Árni galvaskir í kofanum.
Haukur og Árni galvaskir í kofanum.

Á laugardag var jólamarkaður í Tjarnarborg og kveikt á jólatrénu. SÓ gaf gestum og gangandi kakó og piparkökur eins og venja er á þessum viðburði. Þetta er gert í samstarfi við Fjallabyggð og voru það krakkarnir okkar 12 ára og eldri sem sáum um veitingarnar. Ágóðinn rennur í ferðasjóð hjá krökkkunum en þau eru að fara í æfingaferð til Noregs í byrjun janúar.