Karen sigarði aftur á Bikarmóti SKÍ á Akureyri

Okkar iðkendur héldu áfram að gera það gott móti helgarinnar. Í dag varð Karen Helga í 1.sæti í flokki stúlkna 15-16 ára sem gengu 5km. Árni Helgason varð í 2.sæti í flokki drengja sem gengu 3,5 km. Svava Rós varð í 2.sæti, Silja Rún í 3.sæti, Guðrún Ósk í 4.sæti og Sigurlaug í 6.sæti í flokki stúlkna 13-14 ára sem gengu 3,5 km. Lísebet Hauksdóttir varð í 5.sæti í flokki kvenna sem gengu 5km. 

Frábær helgi hjá SÓ, Helgi Reynir mætti með sé aðstöðu fyrir okkar fólk sem var frábært.

Öll úrslit má finna á www.timataka.net