Keppni á Bikarmótum lokið í dag

Snillingarnir okkar í alpagreinum kepptu í stórsvigi í dag í Oddsskarði. Þau Natalía, Hanna, Aníta, Bríet, Skarphéðinn, Dawid og Víkingur skiluðu sér öll í mark og nældi Natalía í 12.sæti í flokki 12 ára stúlkna.

Úrslit dagsins má finna hér.....

Á Ísafirði var keppt í skíðagöngu með frjálsri aðferð þar sem þær stöllur, Svava, Karen, Ragga og Guðrún voru auðvitað mættar til leiks í 13-14 ára flokki. Einnig var mættur til leiks Árni Gunnar Gunnarsson og keppti í karlaflokki.
Í dag sigraði Karen, Ragnhildur varð þriðja, Svava fimmta og Guðrún sjötta. Árni Gunnar varð áttundi í karlaflokki.

Úrslit dagsins má finna hér....