Keppni lokið í dag á Akureyri

Í dag var keppt með frjálsri aðferð á Bikarmóti SKÍ sem fram fer á Akureyri.

Drengir 13-14 ára gengu 3,5km og þar sigraði Árni Helgason, Haukur Rúnarsson varð þriðji og Elís Beck Kristófersson varð fimmti.

Stúlkur 13-14 ára gengu 3,5km og þar var Silja Rún Þorvaldsdóttir önnur, Ásdís Ýr Kristinsdóttir sjötta og Sigurlaug Sturludóttir sjóunda.

Stúlkur 15-16 ára gengu 5,0km og þar var Svava Rós Kristófersdóttir önnur, Guðrún Ósk Auðunsdóttir fjórða og Karen Helga Rúnarsdóttir fimmta.

Frábær dagur hjá okkar fólki.

Öll úrslit mótsins má sjá hér