Líf og fjör á UMÍ

Sunna, Gulli og SÓ krakkarnir
Sunna, Gulli og SÓ krakkarnir

Í gær var keppt í svigi á UMÍ í Oddsskarði. Krökkunum okkar gekk svona upp og ofan....

Dawid var dæmdur úr leik eftir fyrri ferðina, en hann hafði skilað sér niður á 7.besta tíma ferðarinnar. Skarpéðinn og Bríet féllu bæði í fyrri ferð en náðu þó að klára og áttu ágætar seinni ferðir.

Natalía Perla endaði í 7.sæti og Hanna Valdís í því 15. sem verður að teljast frábær árangur, en 29 stúlkur hófi keppni í sviginu. 

Á verðlaunahófi í Valhöll voru Dawid og Bríet í lukkupottinn þegar dregin voru út úrdráttarverðlaun. Dawid fékk flottan skópoka og Bríet vöruúttekt hjá Ölpunum.

Í dag er keppt í samhliðasvigi sem hefst kl 10:00

Hægt er að fylgjast með keppninni á facebooksíðunni, Unglingameistaramót Íslands Oddsskarði 2022