Matthías 34. í stórsvigi á EYOF

Í dag var keppt í stórsvigi á EYOF á Ítalíu. Okkar maður stóð sig vel og endaði í 34.sæti.

Matthías var með rásnúmer 42 í dag og var með 35. besta tímann eftir fyrri ferð í dag. Seinni ferðin skilaði honum svo upp um eitt sæti og endaði hann því í 34.sæti í stórsvigi á EYOF. 

Á morgun er svo keppt í risasvigi.