Matthias Kristinsson er að gera það gott á FIS mótum þessa dagana bæði í svigi og stórsvigi. A-landslið Íslands hefur verið að keppa stíft þessa vikuna á Ítalíu og í Austurríki. Um helgina kepptu þeir í stórsvigi bæði laugardag og sunnudag í Cavalese. Matthias gerði þar frábært mót og varð í 2.sæti báða dagana. Frá Ítalíu var haldið til Gaal í Austurríki þar sem keppt var í stórsvigi þriðjudag og miðvikudag og svo í svigi í dag. Óhætt er að segja að Matta og félögum hans í landsliðinu hafi gengið vel. Bjarni Þór Hauksson sigarði á þriðjudaginn og Matthias varð sjötti. Í gær sigarði svo Gauti Guðmundsson, Bjarni varð annar og Matthias þriðji!!! Í dag var svo keppt í svigi og þar sigarði okkar maður með glæsibrag. Matthias var með annan besta tímann eftir fyrri ferð og tók besta tímann í seinni ferðinni sem tryggði honum sigur á mótinu.
Nú liggur leiðin til Rogla í Slóveníu þar sem þeir munu keppa á tveimur svigmótum á laugardag og sunnudag.
Til hamingju Matthias!