Matthías á HM unglinga í Frakklandi!

Okkar maður Matthías Kristinsson hefur verið valinn til að keppa á Heimsmeistaramóti Unglinga fyrir Íslands hönd. Matthías er einn af sjö keppnedum sem keppa fyrir Ísland á mótinu. Keppt er í Frakklandi og stendur mótið frá 30.janúar til 3.febrúar. 

Við munum fylgjast með okkar manni í Frakklandi og óskum honum sem og öðrum keppendum góðs gengis.

Linkur á frétt SKÍ