Matthías gengið vel að undanförnu

Matthias Kristinsson
Matthias Kristinsson

Matthías Kristinsson er kominn á fullt eftir erfiðan síðastliðinn vetur, en þá var kappinn frá keppni frá desember til loka mars. Matthias var í vor valinn í A-landslið Íslands í alpagreinum og hefur gengið vel við æfingar bæði í sumar og haust. Landsliðið er með bækistöð í Pitztal í Austurríki þar sem liðið æfir við frábærar aðstæður.

Matthías hefur verið á ferð og flugi undanfarið við æfingar og keppni. Í lok nóvember fór landsliðið til Levi í Finnlandi og var þar í fimm vikur við æfingar og keppni. Þar náði Matti 7.sæti í svigi og gerði fína FIS punkta. Næst lá leiðin til Storklinten í Svíþjóð þar sem Matthias keppti einnig í svigi. Í fyrri keppninni endaði hann í 7.sæti og í seinni keppninni 2.sæti og gerði þar 28,35 FIS punkta. Frá Svíþjóð lá leiðin heim til Geilo þar sem hann keppti í svigi og stórsvigi, best í sviginu náði Matti í 2.sæti og 17.sæti í stórsviginu. Næst var svo brunað til Ítaliu þar sem keppt var á fjórum svigmótum í Valle De Casies og San Giovanni di Fassa þar sem Matta gekk mjög vel og náði þar fjorða og sjöunda sæti sem gáfu honum um 30 Fis stig.

Framundan er svo E-cup í svigi í Ítalíu 19. og 20. desember og FIS mót 21.des sem einnig fer fram í Ítalíu. Þá ætlar kappinn að skella sér heim til Geilo og taka þar 10 daga Jólafrí í faðmi fjölskyldunnar.

Matthias er svo tvítugur í dag og óskum við honum innilega til hamingju með daginn og árangurinn í vetur.