Matthías Kristinsson á EYOF

Ólympiuhátíð Evrópuæskunnar fer  fram á Ítalíu 21.-28.janúar. Á mótinu eru 18 þátttakendur frá Íslandi sem munu keppa í skautaíþróttum, snjóbrettum, alpagreinum og skíðagöngu. 

Matti hefur keppni á þriðjudag í svigi, á föstudag er svo stórsvig og laugardag er keppt í risa svigi.

Hægt er að fylgjast með gangi mála á mótinu hér..... en við munum einnig setja inn fréttir hér á síðuna eftir hvern mótsdag.