Matthías Kristinsson í A-landslið SKÍ

Matthías Kristinsson (fyrir miðju)
Matthías Kristinsson (fyrir miðju)

Í júní tilkynnti Skíðasamband Íslands varl á landsliðum sínum fyrir komandi keppnistímabil. Okkar maður, Matthías Kristinsson var þar valinn í A-landslið karla í alpagreinum eftir frábært fyrsta ár í fullorðinsflokki. Matthías átti mjög góðan vetur og sýndi góðan stöðuleika í keppnum. Á alþjólegum styrkleikalista FIS hefur Matti unnið sig upp um 736 sæti í svigi, 1.029 sæti í stórsvigi og 464 sæti í risasvigi. Frábær vetur hjá kappanum og verður spennandi að fylgjast með honum á komandi tímabili. 
Matthías er búsettur í Noregi og æfir auk þess að stunda nám í skíðamenntaskólanum í Geilo. Fyrsta skíðaæfingin hefst nú í byrjun ágúst en þó fer skólinn í ferð á jökul.

Matthías er fyrsti landsliðsmaður SÓ í alpagreinum um árabil og munum við reyna að vera duglegri að fylgja honum eftir hér á síðunni og flytja fréttir af æfingaferðum og keppnum í vetur.

Frétt á vef SKÍ má sjá hér....