Fjarðarhlaupið fer fram laugardaginn 16.ágúst næstkomandi. Þetta er í fimmta skiptið sem hlaupiið er haldið og í ár bjóðum við upp á tvo nýja valkosti fyrir þátttakendur.
Allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi hvort sem þeir eru þaulvanir Fjallahlauparar, að stíga sín fyrstu skref í utanvegahlaupi, koma í skemmtiskokkið eða gönguferð frá Héðinsfirði yfir Rauðskörð niður á Kleifar. Barnahlaupið er svo á sínum stað, sannkölluð fjölskyldu hátíð.
Nýtt í ár er einmitt gönguferð í samstarfi við Ferðafélagið Trölla en gengin er sama leið og í 18 km fjallahlaupinu. Gengið verður niður Héðinsfjörð frá gangnamunna, inn víkurdal, yfir Rauðskörð og niður Syðriárdal. Fararstjóri í ferðinni verður María B Leifsdóttir.
Nýtt í ár er einnig 12 km utanvegahlaup. Hér erum við að bjóða upp á "léttara" hlaup fyrir þá sem treysta sér ekki yfir fjallgarða og vilja kannski byrja á auðveldari leið. Ræst verður frá Kleifum í Ólafsfirði og hlaupið inn Syðriárdal inn fyrir "hóla" þar sem áin er þveruð og hlaupið til baka niður að ármótum. Endamark er svo við Kaffi Klöru í miðbæ Ólafsfjarðar.
Allar upplýsingar um hlaupin okkar má finna á netskraning.is/fjarðarhlaupið
Komdu með, við lofum stemmningu og skemmtilegheitum. Verðlaun fyrir fyrstu 3 sæti í 32km, 18km og 12km. Allir þátttakendur fá veitingar við endamark, glæsileg úrdráttarverðlaun og allir fá þátttökuverlaun.
Hlökkum til að taka á móti ykkur!