Pöntun á SÓ fatnaði

Nú erum við að safna í pöntun á SÓ fatnaði frá Trimtex. Við ætlum ekkert að gefa þessu allt of langan tíma, því er um að gera að drífa sig í að panta sem allra fyrst. 

Fatnaðinn og verð má sjá hér á heimasíðunni okkar með því að smella hér.....
Til hægri á sömu síðu er hægt að velja "Panta SÓ" fatnað og þar þarf að fylla út eyðublaðið og senda til okkar.