Síðbúin staða 20.jan

Nú hefur snjóað töluvert undanfarna daga og gerir reyndar enn hér á Ólafsfirði. Unnið er við að moka úr girðingum í Tindaöxl og Bárubraut.

Troðarinn kom í lag í gær eftir bilun sem kom upp á föstudag upp á golfvelli. Nú hefur hinsvegar snjóað töluvert og troðarinn kominn í bæinn. 

Búið er að keyra nokkurn snjó til í Tindaöxl, gera ruðninga og ýta úr girðingum. Töluverður snjór er kominn á svæðið sem gefur okkur von um að opna skíðalyftuna fljótlega. 

Bárubraut var troðin nú seinnipartinn og er góður snjór á flestum stöðum. Ljósin eru komin í gang og verða kveikt til kl 22 í kvöld. Hinsvegar snjóar nú hressilega og líklegt að spor fenni fljótt.

Áfram verður haldið að festa snjó og ýta úr girðingum næstu daga sem vonandi gefa okkur góða skíðatíð.