Sjálfoðavinnan á fullu

Ein af tíu snjósöfnunarnetum sem búið er að laga nú í haust.
Ein af tíu snjósöfnunarnetum sem búið er að laga nú í haust.

Í dag var flott mæting í sjálfboðavinnu fyrir félagið. Mæting var kl 12 og farið í girðingar í Bárubraut. Lagaðar voru fjórar girðingar og gekk þetta ljómandi vel. 

Á morgun sunnudag er stefnan sett á að hittast kl 10:00 ef veður er þokkalegt og vera til 12:00. Endilega taka með borvél þeir sem eiga en við munum tilkynna inn á facebooksíðunni hvort af þessu verður í fyrramálið.