Skíðamót Íslands hefst á morgun

Skíðamót Íslands er haldið 25.-28.mars á Ólafsfirði og Dalvík. Skíðaganga fer fram hér á Ólafsfirði og alpagreinar fara fram á Dalvík.

Keppni hefst föstudaginn 25.mars kl 18:00 með sprettgöngu karla og kvenna. Allt besta skíðagöngufólk landsins er mætt til okkar og verður virkilega gaman að fylgjast með þeim hér í Bárubraut. Meðal keppanda eru Olympiufarnir, Snorri Einarsson, Kristrún Guðnadóttir og Isak Pedersen.

Keppendur SÓ í skíðagöngu eru: Karen Helga Rúnarsdóttir, Guðrún Ósk Auðunnsdóttir, Svava Rós Kristófersdóttir, Árni Helgason, Silja Rún Þorvaldsdóttir og Sigurlaug Sturludóttir sem keppa öll í flokkum 13-16 ára, laugardag, sunnudag og mánudag. Elsa Guðrún Jónsdóttir, Helgi Reynir Árnason, Sigurbjörn Þorgeirsson, Kristófer Beck Elísson, Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson, Lísebet Haukssdóttir, Friðrik Örn Ásgeirsson og líklega fleiri munu svo keppa í einhverjum greinum í karla og kvenna flokkum.

Alpagreinar hefjast á Dalvík laugardaginn 26.mars og þar á SÓ einn keppanda, Matthías Kristinsson sem keppir þar á sínu fyrsta Skíðamóti Íslands. 

Við skorum á alla að mæta upp í fjall og sjá skemmtilega keppni, dagskrá mótsins má sjá hér á heimasíðu félagsins undir "SMÍ 2022"