Skíðamót Íslands í skíðagöngu

Skíðamót Íslands í skíðagöngu var haldið í Bláfjöllum 23.-26. mars síðastliðinn.

Skíðafélag Ólafsfjarðar átti 10 keppendur á mótinu, Guðrún Ósk Auðunnsdóttir, Svava Rós Kristófersdóttir og Karen Helga Rúnarsdóttir kepptu í flokki 15-16 ára stúlkur. Árni Helgason, Haukur Rúnarsson, Elís Beck Kristófersson og Gunnlaugur Franz Gunnlaugsson kepptu í flokki 13-14 ára drengja. Silja Rún Þorvaldsdóttir, Ásdís Ýr Kristinsdóttir og Sigurlaug Sturludóttir kepptu í flokki 13-14 ára stúlkna.

Öll úrslit mótsins má sjá hér....

Keppni hófst á föstudegi í liðasprett, þar sem Árni og Svava urðu í þriðja sæti í flokki 13-16 ára. Á laugardag var keppt með hefðbundinni aðferð og þar varð Haukur Íslandsmeistari í flokki 13-14 ára drengja og Elís Beck í þriðja sæti. Í flokki 13-14 ára stúlkna varð Silja Rún í öðru sæti og í flokki 15-16 ára stúlkna varð Svava Rós í öðru sæti.
Á sunnudag var keppt með frjálsri aðferð og þar varð Árni Íslandsmeistari í flokki 13-14 ára og Haukur í öðru sæti. Hjá stelpunum í 13-14 ára varð Silja Rún aftur í öðru sæti og í flokki 15-16 ára varð Svava Rós í þriðja sæti.

Í tvíkeppni sem er samanlagður árangur í hefðbundinni göngu og göngu með frjálsri aðferð í 13-14 ára flokki drengja varð Haukur í 1.sæti og Elís Beck í 3.sæti. Í flokki stúlkna 13-14 ára varð Silja Rún í 2.sæti og í flokki stúlkna 15-16 ára varð Svava Rós í 2.sæti.

Til að kóróna sinn frábæra árangur í vetur í skíðagöngunni urðu svo SÓ krakkarnir í 13-16 ára flokki í vetur Bikarmeistarar SKÍ í liðakeppni, þ.e. eftir útreikninga ritara SÓ. Skíðasamband Íslands hefur reyndar ekki staðfest þau úrslit svo við bíðum enn......

Glæsilegur árangur hjá SÓ krökkunum okkar á Skíðamóti Íslands í skíðagöngu og reyndar í allan vetur á bikarmótum SKÍ