Skíðamót Íslands í skíðagöngu

Í gær hófst keppni á Skíðamóti Íslands í skíðagöngu sem fram fer á Ísafirði. Veður hefur sett strik í reikninginn með mótahald en mótið átti að hefjast á fimmtudag.

Allir bestu skíðagöngumenn landsins eru nú komnir á Ísafjörð og í gær var keppt í liðaspretti hjá 13-16 ára á meðan 17 ára og eldri kepptu í 10km göngu með frjálsri aðferð.

Dagur Benediktsson SFÍ og Kristrún Guðnadóttir Ulli sigruðu í flokki karla og kvenna.

Það var ferðadagur hjá okkar fólki í gær, en vegna ófærðar komust þau ekki af stað fyrr en um kl 11 á laugardagsmorgun. Það var því útséð með að okkar fólk næði að keppa á fyrsta keppnisdegi. Mótshaldarar gerðu breytingu á dagskrá mótsins og því var keppt í liðasprett í stað göngu með frjálsri aðferð hjá 13-16 ára. Keppendur SÓ á mótinu eru Karen Helga Rúnarsdóttir 17+, Guðrún Ósk Auðunnsdóttir og Svava Rós Kristófersdóttir sem báðar keppa í 15-16 ára flokki.

Í dag hefst keppni kl 13:00, en þá er keppt með hefðbundinni aðferð í öllum flokkum.

Úrslit mótsins er hægt að sjá hér....

Lífleg facebook síða mótsins er svo hér....