Skíðamóti Íslands lauk í dag á Ísafirði

Guðrún Ósk, Svava Rós og Karen Helga
Guðrún Ósk, Svava Rós og Karen Helga

Skíðamóti Íslands lauk í dag á Ísafirði með keppni í liðaspretti hjá 17 ára og eldri. Þar kepptu fyrir hönd SÓ frænkurnar Karen Helga Rúnarsdóttir og Jónína Kristjánsdóttir í kvennaflokki. Sveit Ullar var með nokkra yfirburði í göngunni sem var með frjálsri aðferð en hörð barátta var milli sveitar SÓ og SKA um annað sætið. Eftir mikla baráttu á öllum 6 sprettunum höfðu okkar stelpur betur, en eftir góðan lokasprett hjá Jónínu skilaði hún ágætu forskoti til Karenar sem varði 2.sætið á lokasprettinum. Skemmtilegur endir á mótinu.

Í gær mánudag kepptu þær Svava Rós og Guðrún Ósk í 5km göngu með frjálsri aðferð. Þar hafnaði Svava í 2.sæti og Guðrún í 3.sæti! Á sunnudag kepptu stelpurnar í 5km göngu með hefðbundinni aðferð, þar var Svava einnig í 2.sæti og Guðrún endaði þar í 4.sæti. Flott mót hjá stelpunum.

Karen helga keppti á sunnudag í 15.km göngu með hefðbundinni aðferð en hætti þar keppni.

Veitt vorðu verðlaun til bikarmeistara í öllum flokkum í gær mánudag. Þar er verðlaunaður samanlagður árangur á öllum mótum sem fram fóru í vetur í bikarkeppninni. Svava Rós varð þar bikarmeistari SKÍ í flokki 15-16 ára stúlkna og Guðrún Ósk í 2.sæti í sama flokki. Árni Helgason varð í 2.sæti í bikarkeppni SKÍ í flokki drengja 15-16 ára. Glæsilegur vetur hjá okkar iðkendum.

Öll úrslit mótsins má sjá hér.....