Skíðaþing um helgina

Aldrei þessu vant eru ekki mörg þingskjöl sem liggja fyrir þinginu, en þó verður að segjast að stór ákvörðun liggur klárlega fyrir.

Þingskjal 5 felur í sér breytingu um að halda Skíðamót Íslands í skíðagöngu og það fyrir 13 ára og eldri. Verði þetta þingskjal samþykkt verður þá haldið UMÍ og SMÍ í alpagreinum sér og síðan SMÍ í skíðagöngu sem er fyrir 13 ára og eldri eins og fyrr segið.

Þingskjölin má sjá hér í frétt SKÍ og hafi einhver áhuga á að ræða afstöðu SÓ eða taka þátt í þinginu, þá endilega hafa samband við Kristján Hauksson