Snjóbrettaæfingar komnar af stað

Í fyrra var Skíðafélag Ólafsfjarðar í fyrsta sinn með þjálfara fyrir snjóbretta iðkendur. Haldin voru nokkur námskeið og settar á fastar æfingar. Nú erum við komin aftur af stað og mun Bjarney Lea Guðmundsdóttir áfram sjá um þjálfun og námskeið. 

Æfingar eru nú í skarðinu á Siglufirði á fimmtudögum kl 16:30 og laugardögum kl 13:00

Byrjendanámskeiðum verður svo skellt á um leið og covid og snjóalög leyfa.

Nánari upplýsingar er hægt að sjá á facebook síðunni Snjóbrettagengi SÓ