Skíðafélag Ólafsfjarðar hefur fjárfest í búnaði sem sýnir stöðu á göngubrautum í Ólafsfirði. Um er að ræða gps tæki sem skráir inn á vefsvæðið www.skidaspor.net á rauntíma stöðuna á gönguspori á vegum félagsins. Við erum að prófa búnaðinn í fyrsta skipti í dag og lítur þetta mjög vel út.
Með þessu ætti upplýsingar alltaf að liggja fyrir á rauntíma og auðvelt fyrir áhugasama að fylgjast með stöðunni.