SÓ Elítan í Orkugöngunni

Það er óhætt að segja að SÓ Elítan hafi gert góða ferð á Húsavík í gær, en þar fór fram hin árlega Orkuganga sem er hluti af Íslandsgöngu mótaröð SKÍ. Gengnir voru 2,5km, 10km og 25 km. 

Í 10km göngu karla varð Þórhallur Ásmundsson í 2.sæti og Helgi Jóhannesson í 3.sæti. Í 10km kvenna varð Rósa Jónsdóttir í 4.sæti.

Í 25km göngu karla 35-49 ára varð Helgi Reynir Árnason í 1.sæti, Heiðar Gunnólfsson í 2.sæti, Kristófer Beck Elísson í 3.sæti, Egill Freyr Ólason í 4.sæti og Kristján Hauksson í 8.sæti.
Í 25km göngu kvenna 35-49 ára varð Elsa Guðrún Jónsdóttir í 1.sæti og Björk Óladóttir í 2.sæti.
Í flokki 50-59 ára varð Sigurbjörn Þorgeirsson í 1.sæti

Öll úrslit göngunnar má finna hér.....

Frábær dagur á Húsavík þar sem veðrið lék við keppendur og mótshaldara.