SÓ fær styrk frá KEA

Skíðafélag Ólafsfjarðar fékk í dag afhentan glæsilegan styrk úr menningar- og viðurkenningarsjóði KEA. Styrkurinn var afhentur við hátíðlega athöfn í Hofi á Akureyri.

Elsa Guðrún Jónsdóttir tók við styrknum fyrir hönda SÓ. Styrkurinn sem félagið fékk hljóðar upp á 200.000 kr. til reksturs félagsins. Eins og við vitum þá er okkar aðal starf tengt barna og unglingastarfi auk þess að reka skíðasvæðið í Ólafsfirði. Félagið heldur öllu jafna fjóra stóra viðburði á ári og hefur verið í stöðugum vexti undanfarin ár. 

Styrkurinn er okkur afar mikilvægur og þökkum við KEA kærlega fyrir okkur.