SÓ færir Leikhólum gjöf

Í dag færði stjórn Skíðafélags Ólafsfjarðar leikskólanum Leikhólar skíðagöngupakka að gjöf. Um er að ræða fjögur pör af skíðum og skóm. Í gegnum tíðina hefur verið mjög gott samstarf milli Leikhóla og skíðafélagsins er varðar skíðaiðkun og á tímabili sóttu þjálfarar börn á leiskólann, fóru með þau á byrjendanámskeið og skiluðu aftur á leiskólann. 

Nú fannst okkur kjörið að færa krökkunum að gjöf skíði sem þau geta notað á nýrri og glæsilegri lóð leikskólans.

Við vonum að þetta muni auka áhuga barna enn frekar á skíðaíþróttinni og skili okkur öflugum iðkendum í framtíðinni.