SÓ keppendur með frábæra Bláfjallagöngu

Í dag fór Bláfjallagangan fram við krefjandi aðstæður, en gangan er hluti af Íslandsgöngu mótaröð SKÍ. 

Alls tóku þátt í göngunni um 160 manns sem gengu 40km, 20km 10km eða 5km. Frá SÓ voru mætt til leiks í 40km Helgi Reynir Árnason, Björk Óladóttir, Heiðar Gunnólfsson, Þorvaldur Sveinn Guðbjörnsson og Magnea Guðbjörnsdóttir. Þau stóðu sig frábærlega en Helgi Reynir kom fyrstur í mark í 40km og Heiðar Gunnóflsson annar. Það skilaði þei vissulega í fyrsta og annað sæti í flokki 35-49 ára. Björk Óladóttir varð í 2.sæti í 35-49 ára og Magnea Guðbjörnsdóttir sigraði flokk 50-59 ára. Þorvaldur Sveinn varð fyrir því óhappi að brjóta staf og kláraði því ekki sína göngu en var í harðri keppni við þá félaga Helga og Heiðar um fyrsta sætið.

Frábær dagur í Bláfjöllum þrátt fyrir að veður væri ekki upp á sitt besta.