SÓ reisir 3 skúra

Gömlu skúrarnir þ.e. lyftuskúrinn og stangaskúr eru orðnir ansi lélegir og því nauðsylegt að fara í þessar framkvæmdir. SÓ fékk styrk frá íþróttasjóði ríkissins í fyrra og keypti þá eitt garðhýsi, Naust, en ekki tókst að koma því upp fyrir síðasta vetur. Í fyrra var flötin fyrir marksvæði skíðagöngu stækkað mikið og mun nú rísa varanlegt tímatökuhús fyrir ofan flötina. Fjallabyggð kemur að því verkefni með SÓ.
Nú er búið að steypa grunn fyrir lyftuskúr og stangaskúr og fljótlega verður farið í að jarðvegsskipta fyrir tímatökuhúsið. Búið er að kaupa tvö hús til viðbótar og stefnan að klára þessi verkefni fyrir veturinn.