Spennandi sprettganga á lokadegi

Í dag var lokadagur á Bikarmóti SKÍ sem fram fór hér í firðinum fagra. Aðstæður voru fyrsta flokks og æsispennandi keppni í öllum flokkum.

Ævar Freyr Valbjörnsson SKA sigraði í karlaflokki eftir æsispennandi lokasprett við Einar Árna Gíslason SKA. Í kvennaflokki sigarði María Kristín Ólafsdóttir Ulli.

Í flokki 15-16 ára var okkar fólk að standa sig gríðarlega vel. Árni Helgason sigraði í flokki drengja, Svava Rós Kristófersdóttir sigraði í flokki stúlkna og Guðrún Ósk Auðunsdóttir varð í öðru sæti.

Í flokki 13-14 ára sigaraði Jökull Ingimundur Hlynsson SFS  í flokki drengja og María Sif Hlynsdóttir SFÍ í flokki stúlkna. Björg Glóa heimisdóttir varð í fimmta sæti.

Við þökkum gestum okkar fyrir komuna og vonandi eiga þeir góða minningu af mótinu hjá okkur. Aðstæður voru góðar og veðrið lék við mótsgesti. Sjálfboðaliðunum þökkum við kærlega fyrir alla vinnuna. Það er gott að eiga frábært fólk sem er tilbúið að leggja á sig vinnu við mót sem þetta, TAKK!

Öll úrslit mótsins má sjá á timataka.net

Myndir frá deginum í dag má svo sjá á facebook síðu Skíðafélags Ólafsfjarðar.