Sprettgöngu lokið á Akureyri

Í dag var keppt í sprettgöngu á Bikarmóti SKÍ sem fram fer á Akureyri.

Krakkarnir okkar stóðu sig vel og voru helstu úrslit að Árni Helgason varð í 2.sæti í flokki drengja 13-14 ára. Svava Rós Kristófersdóttir varð í 2.sæti og Silja Rún Þorvaldsdóttir varð í 3.sæti í flokki 13-14 ára stúlkna. Karen Helga Rúnarsdóttir varð í 2.sæti í flokki 15-16 ára eftir æsispennandi göngu og þurfti ljósmynd til að skera úr fyrsta og annað sætið. Einnig kepptu Sigurlaug Sturludóttir, Haukur Rúnarsson og Guðrún Ósk Auðunsdóttir og stóðu sig frábærlega.

Á morgun hefst keppni kl 10:50 en þá er keppt með hefðbundinni aðferð í lengri vegalengdum. Hægt er að fylgjast með úrslitum mótsins á www.timataka.net