Staðan 17.apríl

Nú kl 9:30 er verið að troða skíðagöngubraut í Skeggjabrekkudal. Veður er gott, logn, 5° hiti og alskýjað.

Mikið hefur tekið upp snjó hér í firðinum undanfarna daga og lítið orðið hægt að spora á golfvellinum en brautin nær áfram innfyrir hóla í dalnum. Fínar aðstæður og um að gera að njóta á meðan er.

Brautargjald er 800 kr. Millifærist á reikning SÓ kt 591001-2720, reikn 0347-03-400665