Staðan 23.apríl

Nú höfum við alveg klikkað að setja hér inn á síðuna, en það er að sjálfsögðu enn skíðagöngubraut á Skeggjabrekkudal.

Í dag er geggjað veður, hálfskýjað, hiti 6° og logn. Brautin liggur frá golfskálanum og inn fyrir hóla, já búið að lengja brautina inn dalinn.

Brautargjaldið er 800 kr, millifærið inn á reikn SÓ, kt 591001-2720, reikn 0347-03-400665

Njótið