Staðan 25.febrúar, uppfært

Aðstæður eru frábærar í firðinum fagra í dag. Logn, sól og -1°, búið er að troða Bárubraut um 4km og skíðasvæðið opnar kl 16-19.

Nú kl 14:30 er búið að troða trimmhring á gamla flugvellinum, nú er bara að njóta!

Færið er blautur troðinn snjór en vegna veðurs er best að hafa með sér sólarvörnina og sólgleraugu.