Staðan 29.janúar

Gömul mynd
Gömul mynd

Í dag er staðan þessi kl 12:30

Kominn er hringur inn á dal fyrir ofan Kleifar. Farið er upp strax til vinstri þegar komið er að Kleifum. Hingurinn er um 1,5km að lengd. AHTUGIÐ að nokkuð krefjandi er að komast inn á dal og renna sér svo til baka af dalnum. Aðeins fyrir vana skíðamenn.

Komið er spor á knattspyrnuvöllinn, þetta eru um 650m, mjög fínt fyrir alla.

Í skoðun er svo að spora á vélsleða Ólafsfjarðarvatn, nánar um það kl 14:00 í dag.

En veður er frábært, kalt, nánast logn og sólið að gægjast.