Staðan 6.mars

Golfvöllurinn í Skeggjabrekku, mynd tekin í gær.
Golfvöllurinn í Skeggjabrekku, mynd tekin í gær.

Staðan er einfaldlega þannig að mikið hefur tekið upp af snjó hjá okkur í Tindaöxl og Bárubraut.

Fyrir helgi tókst þó að ýta og moka snjó í brautina á köflum svo hún er í nokkuð góðu standi 3,5km. Skíðagöngubraut er komin á golfvellinum í Skeggjabrekku, þar er troðin 5km hringur auk ýmsum lykkjum fyrir hópana sem eru á námskeiðum hjá okkur um helgina.

Skíðasvæðið í Tindaöxl er lokað nema fyrir æfingar SÓ. En æfingaplan dagsins má sjá hér að neðan auk skilaboða frá þjálfara.

Kl. 12 Byrjendanámskeið
Kl. 13 leikjanámskeið
Kl. 14 æfing allir (elstu krakkarnir á bikarmóti)
Nú hefur töluvert mikið af snjó tekið upp og því orðið mun minna pláss hjá okkur. Það væri því best ef krakkarnir mættu bara rétt fyrir sína æfingu þannig að hver hópur njóti sín sem best.
 
Svo eru það Bikarmótin en krakkarnir okkar eru að keppa bæði í Oddsskarði og á Ísafirði í dag.