Staðan í dag 10.janúar

Í dag er veður frábært og tilvalið að skella sér á skíði.

Búið er að troða gönguspor í Bárubraut ca 2,4 km, en farið varlega það er ekki mikill snjór í brautinni.

Búið er að troða gönguspor á knattspyrnuvellinum sem hentar vel fyrir alla, ca 600m

Tindaöxl er lokuð en við vonumst til að hefja þar snjóframleiðslu í dag og ná að framleiða næstu daga.

Æfingar eru í dag hjá krökkunum, skíðagangan er á knattspyrnuvellinum á meðan alpagreinar og snjóbretti æfa á Siglufirði.

Við minnum á árskortin og að skíðagöngubrautir er gjaldskyldar.