Staðan í dag 14.mars kl 12:10

Mikið hefur snjóað á Ólafsfirði undanfarna daga og veður verið slæmt (en samt gott). Nú er heldur betur að lagast veðrið og stefnir í frábæran dag á morgun. Stefnan fyrir morgundaginn er eftirfarandi.

Því miður er troðarinn bilaður aftur hjá okkur og eru nú engar lýkur á að opna skíðasvæðið í Tindaöxl. 

Bárubraut er hinsvegar troðin og er sporið frábært.