Styrkur frá Rótarýklúbbi Ólafsfjarðar

Kristján Hauksson formaður SÓ tekur við styrknum frá Rótaryklúbbi Ólafsfjarðar. K.Haraldur Gunnlaugs…
Kristján Hauksson formaður SÓ tekur við styrknum frá Rótaryklúbbi Ólafsfjarðar. K.Haraldur Gunnlaugsson afhenti styrkinn.
Laugardaginn 6. ágúst afhenti gjaldkeri Rótarýklúbbsins fyrir hönd klúbbsins, Skíðafélagi Ólafsfjarðar styrk eða gjöf til barna og unglingastarfs. Tilefnið er 20 ára afmæli félagsins sem var s.l. haust.
Styrkur þessi sem var að upphæð 200.000 kr, er einn af Rótarýdagsstyrkjum klúbbsins árið 2022. Rótarýdagurinn var reynda í febrúar s.l. en vegna ýmissra orsaka gafst ekki hentugt tækifæri til að afhenda hann fyrr.
Við verðlaunaafhendingu Fjarðarhlaupsins var tækifærið notað og styrkurinn afhentur.
Rótarýklúbburinn hefur í gengum tíðina styrkt mörg verkefni og hin seinni ár eru veittir árlegir styrkir til verkefna sem í gangi eru í samfélaginu.
Síðustu tvö ár hafa hefur Rótarýklúbburinn horft sérstaklega til æsku Ólafsfjarðar og veitt styrki á sviði mennta og íþrótta.
 
Stjórn SÓ þakkar Rótarý kærlega fyrir styrkinn sem mun koma sér mjög vel. Vert er einnig að þakka það ómetanlega starf sem félagsmenn Rótarýklúbbsins á Ólafsfirði hafa unnið með sjálfboðavinnu fyrir Fjarðargönguna undanfarin ár, TAKK!