Í dag 5. desember er alþjóðlegur dagur sjálfboðaliðans. Þessi dagur hefur verið haldinn frá árinu 1985 þegar Sameinuðu þjóðirnar ákváðu að helga 5. desember öllum sjálfboðaliðum. Íþróttahreyfingin á Íslandi hefur, eins og svo mörg önnur starfsemi í landinu, verið borin uppi af sjálfboðaliðum sem eiga hrós skilið fyrir framlag sitt í þágu íþrótta og sinna félaga.
Við í Skíðafélagi Ólafsfjarðar erum ótrúlega heppin með sjálfboðaliða og verður þeim seint þakkað nægilega. Sjálfboðaliðinn er kannski ekki alltaf á myndunum, oft á tíðum maðurinn á bakvið tjöldin en sér til þess að hlutirnir séu gerðir og það með miklum sóma.
Takk sjálfboðaliðar!