Þjálfaranámskeið SKÍ

Skíðasamband Íslands mun um helgina halda námskeiðið Þjálfari 1 fyrir skíðagöngu hér á Ólafsfirði. Námskeiðið fer fram í skíðaskálanum í Tindaöxl auk þess sem útikennsla fer fram á Kleifum. Því miður er nánast enginn snjór hér í firðinum fagra en eitthvað er þó á Kleifunum og snillingarnir hjá Árna Helgasyni munu græja braut eftir bestu getu.

Á námskeiðinu eru 7 þátttakendur á vegum SÓ auk allavega 10 þjálfara sem koma víðsvegar af landinu.

Kennari er Ólafur H Björnsson